18.4.2019 | 10:49
Hönnuðirnir Francisco Gomez Paz og Paolo Rizzatto
Hönnuðurinn Francisco Gomez Paz er fæddur í Argentínu árið 1975 í borginni Salta.
Eftir að hafa náð gráðu í iðnhönnun við National University of Cordoba flutti hann til Milan árið 1998.
Þar sem hann tók Master ​​í hönnun í Domus Academy.
Síðan hann opnaði sýna eigin hönnunarskrifstofu í Mílanó árið 2004 hefur hann framleitt vörur fyrir leiðandi fyrirtæki í hönnun eins og Artemide, Driade, Danese, Lensvelt, Luceplan, Olivetti og Sector svo einhver séu nefnd.
Nálgun Francisco til hönnunar er knúin áfram af hans eigin forvitni, þekkingu á tækni og efni.
Verk hans hafa fengið nokkrar alþjóðlegar viðurkenningar eins og Good Design Award 2010 og Red Dot Award 2010
Hann hefur einnig verið heiðraður ásamt Alberto Meda fyrir fyrstu verðlaun Index Award fyrir Solar Bottle sem hefur einnig verið valin í MOMAs Study Collection og nýlega hlaut hann verðlaun fyrir nýsköpun í hönnun frá forseta Ítalíu Giorgio Napolitano fyrir Hope chandelier og virtu Compasso d'Oro 2011.
Ég vil líka nefna annan hönnuð sem gerði Hope ljósið með honum en það er hann Paolo Rizzatto.
Hann er virkur á sviði rannsókna og menntunar, og er gesta prófessor við Domus Academy síðan árið 2000 og hefur haldið fyrirlestra á Ítalíu og erlendis.
Verkefni hans hafa verið sýnd á nokkrum alþjóðlegum viðburðum og gefin út af vel þekktum hönnunarmiðlum.
Vinnur og býr í Mílanó.
Mitt uppáhalds ljós eftir hann er Mesh og sést það hér að neðan ásamt Hope ljósinu
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.5.2018 | 19:58
Hönnunar ljós
Sæl veriþið ég er kominn með nýja síðu á Facebook sem heitir Hönnunar ljós
https://www.facebook.com/groups/169226226935115/
Hér er saman kominn hópur fólks sem hefur gaman af því að SKREYTA heimilið sitt með fallegri ljósa hönnun. Hér er hægt að selja og óska eftir ljósum eftir frammúrskarandi hönnuði. Kjörinn staður til þess að skiptast á skoðunum sem og almennum upplýsingum um ljós og hönnuði.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Tenglar
Mínir tenglar
- http://www.artbreak.com/solvi Frábær sölusíða málverka af öllum toga sem og annarra verka.
- Innri Múli á Barðaströnd Daglegt amstur í sveitinni
- listamenn.is Þessi síða hefur að geima málverk frægra og einnig efnilega ungra listamanna sem og fleira því tengdu
- eyjar.net Hvað er að gerast í Vestmannaeyjum ?
- Eyjafréttir Eitt af betri blöðum landssinns
- tolli.is Flott síða með frábærum myndum
- visitwestmanislands.com Allt sem erlendir ferðamenn þurfa að vita um Vestmannaeyjar
- http://www.gvgolf.is Heimasíða Gólfklúbs Vestmannaeyja
- tobbivilla Bloggar Frábær bloggsíða
- Flottar myndir í alþjóðlegri keppni
- Ljósmyndir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.9.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar